Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 12:02 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira