Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 10:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira