Gulur september - Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2023 16:00 Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alma D. Möller Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun