Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 17:34 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í tæpar tvær vikur eftir að hann var handtekinn. Hún segir tjónið gríðarlegt. AP Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ása ræddi við miðilinn The Sun um málið en eiginmaður hennar var handtekinn í New York í júlí. Hún segir lífinu hafa verið snúið á hvolf. „Ég vissi ekki hvar ég var. Ég er gríðarlega þakklát fyrir stuðning almennings en heimili mitt er enn í rúst. Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda – ekki tugum – hundruðum. En þarna á ég heima. Ég ól börnin þarna upp og ég verð að koma húsinu í stand,“ segir Ása við blaðamenn Sun, þar sem hún sat úti á verönd. Glímir við húðkrabbamein Melissa Moore, dóttir raðmorðingjans sem kallaður er „broskalla-morðinginn,“ hóf söfnun fyrir Ásu og fjölskyldu í ágúst á síðunni GoFundMe, sem vel hefur gengið. Fyrir það segist Ása þakklát. „Mér var sagt að ég gæti ekkert tjáð mig um málið því það gæti verið notað gegn mér fyrir dómstólum. Þannig að ég ætla ekki að gera það. Ég er bara að reyna að njóta augnabliksins,“ segir hún og bendir á kvöldsólina. Ása bætir við að hún sé með húðkrabbamein og þurfi því að vera vel klædd. Tengja Heuermann við fleiri morðmál Ása sótti um skilnað frá Heuermann stuttu eftir að málið kom upp. Lögfræðingur hennar sagði við fjölmiðla í ágúst að skilnaðurinn snerist ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur var hann gerður strax til að tryggja að Ása flæktist ekki inn í málaferli. Það er, væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. Reiknað er með löngum réttarhöldum í máli Heuermann en hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti þrjár konur. Sterkur grunur leikur á að hann hafi myrt fjórðu konuna en fjöldamorðin hafa verið kennd við Gilgo Beach. Lögregla er með fleiri morðmál til álita þar sem kannað er hvort Heuermann hafi komið við sögu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Bandaríkin Tengdar fréttir Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40 Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Reiknað með löngum réttarhöldum í máli Heuermann Rex Heuermann, hinn meinti Gilgo Beach raðmorðingi, mætti í dómsal í skamma stund í gær. Saksóknarar afhentu lögmönnum hans átta terabæti af sönnunargögnum til yfirferðar. 2. ágúst 2023 11:40
Ása búin að tala við Rex Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. 1. ágúst 2023 23:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36