Ævarandi skömm stjórnmálafólks Bubbi Morthens skrifar 9. september 2023 14:30 Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Bubbi Morthens Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun