Loftslagsmál í lausagangi hjá umhverfisráðherra Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. september 2023 13:30 Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar