„Hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði“ Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 16:10 Þorsteinn Friðrik er eigandi og eini penni Hluthafans, allavega til að byrja með. Hluthafinn/Engstream Viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson hefur hleypt nýjum vefmiðli, Hluthafanum, í loftið. „Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann. Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann.
Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira