Hvernig dó hann? Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2023 12:30 Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun