Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2023 13:52 Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023. Vísir/RAX Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX
Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira