Hlýr og óvenju hægviðrasamur ágúst Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 11:58 Íþróttaiðkendur nýta sér veðurblíðu í ágúst til þess að gera æfingar sínar utandyra við Arnarhól í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ágúst var hlýr, óvenju hægviðrasamur og tiltölulega þurr víðast á landinu. Víða féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á aðeins einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum. Sumarmánuðirnir voru afar ólíkir veðurfarslega. Mánuðurinn var sjötti hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, 12,2 stig. Það var 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 en 1,2 stigi yfir meðaltali síðustu tíu ára samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst og í sumar. Á Akureyri var hitinn 0,7 stigum yfir meðaltali. Hlýindin náðu þó ekki til austasta hluta landsins, á Austfjörðum og anneskjum norðaustanlands. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 0,1 stigi undir meðaltali undanfarinna tíu ára og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Mesti hitinn í ágúst mældist 26,4 stig á Torfum í Eyjafirði 25. ágúst. Hæsti meðalhitinn í ágúst var við Reykjanesvita, 12,9 stig. Júní alls ólíkur júlí og ágúst Á sama tíma og sumarið á norðurhveli var það hlýjasta frá upphafi mælinga var meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í Reykjavík aðeins í 22. sæti á lista yfir hlýjustu sumur í borginni. Á Akureyri var sumarið það átjánda til nítjánda hlýjasta sem beinar mælingar ná til. Sumarmánuðirnir voru einnig afar ólíkir innbyrðis. Í júní var óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þannig var júní hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum. Á sunnan- og vestanverðu landinu var aftur á móti sérstaklega úrkomusamt og sólarlítið. Umskipti urðu í júlí þegar suðvestlægar átti véku fyrir norðan- og norðaustanátt. Þá var hlýrra suðvestanlands en svaralar á Norður- og Austurlandi. Óvenju þurrt og sólríkt var einnig á sunnan- og vestanverðu landinu. Júlí var víða þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga þar. Það spillti ekki gleði þessara ferðamanna á Skólavörðustíg að júní hafi verið óvenjuúrkomusamur í borginni. Meira en helmingur allrar úrkomu í sumar féll í júní.Vísir/Vilhelm Tiltölulega fáir úrkomudagar Mjög þurrt var fram eftir ágúst, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Dagar þegar úrkoma mældist millimetri eða meiri voru óvenjufáir víða jafnvel þó að heildarúrkoma mánaðarins hafi oft verið minni. Á Dalatanga rigndi þannig aðeins milliímetra eða meira þrjá daga í ágúst. Rigningardagar hafa ekki verið færri þar í áratugi. Í Reykjavík var úrkoman í ágúst um níutíu prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Níu daga gerði millímetra úrkomu eða meira, tveimur færri en í meðalári. Þegar litið er til sumarsins í heild var úrkoman í höfuðborginni um tíu prósent umfram meðaltal. Meira en helmingur úrkomunnar féll í júní. Úrkomudagar voru átta færri en á meðalsumri. Á Akureyri var úrkoman um sjötíu prósent af meðaltalinu í ágúst en meirihluti úrkomunnar mældist að morgni 27. ágústs. Úrkomudagar voru þrír, fimm færri en í meðalágústmánuði. Í sumar var úrkoman um sjötíu og fimm prósent af meðaltalinu. Á Stykkishólmi var úrkoman aðeins rúmur þriðjungur af meðaltali síðustu þriggja áratuga og á Höfn í Hornafirði mældist ein minnsta úrkoma sem þekkist þar í ágústmánuði. Sólskinsstundir voru einnig yfir meðaltali bæði í höfuðborginni og fyrir norðan. Í Reykjavík voru 208,7 sólskinsstundir í ágúst, tæpum 44 stundum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Sólskinsstundirnar voru 80,7 stundum yfir meðaltali í sumar. Á Akureyri voru sólarstundirnar 176,8, 38,8 stundum yfir fyrrnefndu meðaltali. Í sumar voru þær 63,7 stundum fleiri en í meðalári undanfarinna þriggja áratuga. Árið svalara en að meðaltali í borginni fram að þessu Það sem af er ári er meðalhiti í Reykjavík lítillega undir meðaltali síðustu þriggja áratuga og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Hitinn mældist 5,5 stig fyrstu átta mánuði ársins. Miðað við það væri árið í ár aðeins það 41. hlýjasta frá upphafi mælinga fyrir 143 árum. Fyrstu þrír mánuðir ársins voru óvenjukaldir í höfuðborginni, 1,2 stigum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára og 1,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er ári hins vegar 0,4 stigum yfir meðaltali síðustu þrjátíu ára og jafn meðalhita síðustu tíu ára. Það gerir árið til þessa það nítjánda hlýjasta frá upphafi þar. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Mánuðurinn var sjötti hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík, 12,2 stig. Það var 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 en 1,2 stigi yfir meðaltali síðustu tíu ára samkvæmt samantekt Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst og í sumar. Á Akureyri var hitinn 0,7 stigum yfir meðaltali. Hlýindin náðu þó ekki til austasta hluta landsins, á Austfjörðum og anneskjum norðaustanlands. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 0,1 stigi undir meðaltali undanfarinna tíu ára og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu þriggja áratuga. Mesti hitinn í ágúst mældist 26,4 stig á Torfum í Eyjafirði 25. ágúst. Hæsti meðalhitinn í ágúst var við Reykjanesvita, 12,9 stig. Júní alls ólíkur júlí og ágúst Á sama tíma og sumarið á norðurhveli var það hlýjasta frá upphafi mælinga var meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í Reykjavík aðeins í 22. sæti á lista yfir hlýjustu sumur í borginni. Á Akureyri var sumarið það átjánda til nítjánda hlýjasta sem beinar mælingar ná til. Sumarmánuðirnir voru einnig afar ólíkir innbyrðis. Í júní var óvenjulega hlýtt og sólríkt á norðaustan- og austanverðu landinu. Þannig var júní hlýjasti júnímánuður frá upphafi mælinga á Akureyri og Egilsstöðum. Á sunnan- og vestanverðu landinu var aftur á móti sérstaklega úrkomusamt og sólarlítið. Umskipti urðu í júlí þegar suðvestlægar átti véku fyrir norðan- og norðaustanátt. Þá var hlýrra suðvestanlands en svaralar á Norður- og Austurlandi. Óvenju þurrt og sólríkt var einnig á sunnan- og vestanverðu landinu. Júlí var víða þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga þar. Það spillti ekki gleði þessara ferðamanna á Skólavörðustíg að júní hafi verið óvenjuúrkomusamur í borginni. Meira en helmingur allrar úrkomu í sumar féll í júní.Vísir/Vilhelm Tiltölulega fáir úrkomudagar Mjög þurrt var fram eftir ágúst, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Dagar þegar úrkoma mældist millimetri eða meiri voru óvenjufáir víða jafnvel þó að heildarúrkoma mánaðarins hafi oft verið minni. Á Dalatanga rigndi þannig aðeins milliímetra eða meira þrjá daga í ágúst. Rigningardagar hafa ekki verið færri þar í áratugi. Í Reykjavík var úrkoman í ágúst um níutíu prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Níu daga gerði millímetra úrkomu eða meira, tveimur færri en í meðalári. Þegar litið er til sumarsins í heild var úrkoman í höfuðborginni um tíu prósent umfram meðaltal. Meira en helmingur úrkomunnar féll í júní. Úrkomudagar voru átta færri en á meðalsumri. Á Akureyri var úrkoman um sjötíu prósent af meðaltalinu í ágúst en meirihluti úrkomunnar mældist að morgni 27. ágústs. Úrkomudagar voru þrír, fimm færri en í meðalágústmánuði. Í sumar var úrkoman um sjötíu og fimm prósent af meðaltalinu. Á Stykkishólmi var úrkoman aðeins rúmur þriðjungur af meðaltali síðustu þriggja áratuga og á Höfn í Hornafirði mældist ein minnsta úrkoma sem þekkist þar í ágústmánuði. Sólskinsstundir voru einnig yfir meðaltali bæði í höfuðborginni og fyrir norðan. Í Reykjavík voru 208,7 sólskinsstundir í ágúst, tæpum 44 stundum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Sólskinsstundirnar voru 80,7 stundum yfir meðaltali í sumar. Á Akureyri voru sólarstundirnar 176,8, 38,8 stundum yfir fyrrnefndu meðaltali. Í sumar voru þær 63,7 stundum fleiri en í meðalári undanfarinna þriggja áratuga. Árið svalara en að meðaltali í borginni fram að þessu Það sem af er ári er meðalhiti í Reykjavík lítillega undir meðaltali síðustu þriggja áratuga og 0,3 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Hitinn mældist 5,5 stig fyrstu átta mánuði ársins. Miðað við það væri árið í ár aðeins það 41. hlýjasta frá upphafi mælinga fyrir 143 árum. Fyrstu þrír mánuðir ársins voru óvenjukaldir í höfuðborginni, 1,2 stigum undir meðaltali síðustu þrjátíu ára og 1,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er ári hins vegar 0,4 stigum yfir meðaltali síðustu þrjátíu ára og jafn meðalhita síðustu tíu ára. Það gerir árið til þessa það nítjánda hlýjasta frá upphafi þar.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira