„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 22:16 Nemendur MA eru þreyttir á því að rútur leggi þvert fyrir bíla á bílastæði skólans. Rútubílstjóri hleypti úr tveimur dekkjum nemenda sem svaraði í sömu mynt. skjáskot Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“
Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira