Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2023 18:56 Samuel Rostøl er á fjórða degi hungurverkfalls síns. Vísir/Steingrímur Dúi Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel. Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og 9 áttu að leggja af stað úr höfn rétt fyrir hádegi í dag. Þau eru þó enn hér í Reykjavíkurhöfn og verða það eitthvað áfram. Ekki eru allir sáttir við það að skipin muni brátt leggja af stað í veiðar og hafa einhverjir slett málningu á annað skipanna. Um mánaðamótin rann út reglugerð sem bannaði hvalveiðar tímabundið. Á sama tíma var sett ný reglugerð sem heimilaði veiðarnar með bættri umgjörð. Er það því leyfilegt að veiða langreyðar sem stendur. Veðrið bjargað nokkrum hvölum Veðrið um helgina hefur valdið því að hvalskipin tvö hafa ekki komist úr höfn. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að þarna hafi veðrið bjargað lífi nokkurra hvala. Hann segir Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf, verða að vanda sig. „Það verða eftirlitsmenn um borð, það verða teknar myndir. Þannig væntanlega mun Kristján vanda sig betur en í fyrra sumar,“ segir Árni. „Ég veit ekki en hann verður, þetta sem gerðist í fyrra var alveg skelfilegt. Hann veit að ef það gerist aftur er þetta bara búið.“ Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann telur að Hvalur hf fái veiðileyfi sitt ekki endurnýjað. „Fimm ára leyfið rennur út núna í lok árs þannig ég sé ekki að Svandís geti gert neitt annað en að segja nei. Þetta er bara skrípaleikur. Við erum fiskveiðiþjóð og við þurfum að vernda hafið. Það eru mjög fáar þjóðir úti í heimi núna sem skija til hvers að veiða hvali. Bara tilgangslaust og á sinn hátt ógeðslegt,“ segir Árni. Norðmaður í hungurverkfalli Samuel Rostøl, norskur náttúruverndarsinni, er einn þeirra sem eru á móti hvalveiðum Íslendinga. Hann er staddur hér á landi og hefur verið í hungurverkfalli síðan matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína á fimmtudag. „Mér varð ljóst að grípa yrði til beinna aðgerða hér og sýna að við sættum okkur ekki við þetta. Að hvalveiðar voru leyfðar á ný eftir að heildarskýrslan sýndi fram á þau skaðlegu áhrif sem þetta hefði á hvalina getum við ekki bara staðið álengdar og látið þetta gerast. Þetta er ein leið fyrir mig að sýna með hungurverkfalli allri ríkisstjórninni að ekki eigi að heimila hvalveiðar. Við erum manneskjur sem sýna með afgerandi hætti og notum líkama okkar sem vopn til að koma skilaboðum okkar á framfæri,“ segir Samuel. Enn heill heilsu Hann segist vera ansi svangur og með hausverk en annars sé hann heill heilsu. Vonast hann til þess að verkfall sitt skili einhverjum árangri. „Ef hungurverkfall mitt er það eina sem ég geri eru þetta a.m.k. sterk skilaboð og beitum þannig líkama okkar og fórnum heilsu okkar til að hindra það sem er að gerast hér,“ segir Samuel.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira