Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 13:44 Frá verðlaunaathöfninni í Stokkhólmi í fyrra. AP/Pontus Lundahl Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Þó nokkrir sænskir þingmenn sögðust ekki ætla að mæta þetta árið og vísuðu þeir til innrásar Rússa í Úkraínu og mannréttabrota klerkastjórnar Írans. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði sagt að ef hann hefði völ á því myndi hann meina erindrekum Rússlands að sækja verðlaunaafhendinguna. Í yfirlýsingu frá Nóbelsstofnuninni segir að mikil viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð, hafi skyggt á skilaboðin sem ákvörðuninni hafi verið ætlað og senda. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga boðin til baka. Sendiherrum ríkjanna var ekki heldur boðið í fyrra. Þetta á þó bara við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi og ekki við afhendingu Friðarverðlaunanna, sem fer fram í Osló. Öllum sendiherrum í Svíþjóð og Noregi verður boðið þá. Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Vidar Helgesen að þó ákveðið hafi verið að hætta við að bjóða sendiherrunum teldi hann samt að upprunalega ákvörðunin hefði verið rétt. Hann sagðist meðvitaður um að verðlaunin sjálf ættu að vera í aðalhlutverki og ákvörðunin hafi verið tekin svo athyglin yrði ekki tekin af þeim. Hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin þetta árið verður tilkynnt í október og fara verðlaunaafhendingarnar fram í desember. Athafnirnar fara svo fram þann 10. desember. Yfirvöld í Úkraínu höfðu fordæmt upprunalegu ákvörðun Nóbelsnefndarinnar en hafa fagnað því að sú ákvörðun hafi verið dregin til baka. Settu friðarverðlaunahafa á mikið notaðan lista Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Dmitry Muratov, rússneskur blaðamaður sem vann Friðarverðlaun Nóbels árið 2021, væri kominn á lista yfir „útsendara erlendra aðila“. Það er listi sem Kreml hefur notað gegn alþjóðlegum samtökum og fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Hann seldi verðlaun sín á uppboði í fyrra fyrir 103,5 milljónir dala eða 13,5 milljarða króna, eins og gengið var það. Féð átti að renna til UNICEF til að aðstoða börn sem flúið höfðu heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sjá einnig: Nóbelsmedalía Muratov slegin á þrettán milljarða króna Það að Muratov hafi verið settur á þennan lista felur meðal annars í sér að merkja þarf allar greinar hans og skrif sem skrif útsendarar annars ríkis. Miðill Muratovs, Novaya Gazeta, var bannaður í Rússlandi í fyrra, eins og nánast allir aðrir frjálsir fjölmiðlar þar í landi. Margir af blaðamönnum hans fóru til Lettlands, þar sem þau hafa haldið áfram að skrifa fréttir fyrir nýjan miðil sem heitir Novaya Gazeta Europe.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Noregur Rússland Íran Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira