Laxismi Lárus Karl Arinbjarnarson skrifar 1. september 2023 07:00 Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar