Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. ágúst 2023 14:45 Katrín og Bjarni voru sammála um að málið hefði ekki ógnað ríkisstjórnarsamtarfinu, þó það hafi verið umdeilt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. „Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35