Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 20:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira