Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 23:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. „Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“ Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira