Sandra opin í að snúa aftur í íslenska landsliðið: „Hætt við að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2023 19:15 Sandra Sigurðardóttir hefur tekið markmannshanskana af hillunni og er klár í slaginn með íslenska landsliðinu ef kallið kemur. Vísir/Sigurjón Ólason Sandra Sigurðardóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og leikjahæsti leikmaður sögunnar í efstu deild kvenna í fótbolta er klár í að snúa aftur í íslenska landsliðið. Hanskarnir eru komnir af hillunni. Sandra hefur nú leikið 332 leiki í efstu deild á Íslandi fyrir Þór/KA/KS, Stjörnuna og Val og skorað eitt mark. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá lék hún eitt tímabil í Svíþjóð með Jitex. Fyrr á þessu, nánar tiltekið í mars, lagði Sandra markmannshanskana á hilluna. En í gær lék hún sinn fyrsta leik í efstu deild með Val í tæpt ár eftir að hafa undanfarnar vikur æft með félaginu og þar áður hjálpað liði Grindavíkur fyrr í sumar. Hún er hætt við að hætta í fótbolta. „Þetta hefur verið krefjandi tími, ég ætla alveg að vera heiðarleg með það,“ segir Sandra í samtali við fréttastofu um tímann frá því að hún tók ákvörðun um að láta gott heita af fótboltaferlinum. „Ég stend alveg við þessa ákvörðun sem ég tók á sínum tíma en þetta hefur verið virkilega erfitt. Ég efaðist oft á tíðum um þessa ákvörðun en nú er ég komin aftur.“ Sandra er leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafiVísir/Hulda Margrét „Þekki ekkert annað“ Sandra hefur æft með Íslandsmeisturum Vals upp á síðkastið, þar sem að hún hefur unnið fjölda titla. Á undanförnum vikum hefur hún verið á meðal varamanna í leikjum liðsins en í gær dró til tíðinda er hún var mætt í byrjunarliðið í leik gegn Keflavík á kunnuglegum slóðum, Origovellinum. „Mér leið eins og ég hefði ekkert farið í burtu,“ segir Sandra um tilfinninguna að spila á nýjan leik á Origovellinum. „Það kveikti helling í mér að taka þessa tvo leiki með Grindavík fyrr í sumar þegar að ég fór til félagsins á neyðarláni. Nú hef ég verið að æfa á fullu með Val upp á síðkastið og hafði fyrir þetta neyðarlán hjá Grindavík verið að mæta á eina og eina æfingu. Pétur (þjálfari Vals) vissi það alveg upp á hár að það kitlaði mig enn að snúa aftur á völlinn, hann hafði því samband þegar að Valur lenti í smá veseni með markmannsmálin og ég var til í að stökkva inn.“ Sandra tók fram hanskana fyrr í sumar og lék í marki Grindavíkur.Vísir/SJJ Á þessum vikum, jafnvel mánuðum, sem liðu eftir að þú ákvörðun um að leggja hanskana á hilluna. Var fótboltinn alltaf að toga í þig? „Já það má segja það að ákveðnu leiti, ég þekki ekkert annað en að vera í fótbolta. Á þessum tíma var ég í brasi með að hugsa út í það hvernig ég ætti að vera í sumarfríi, hvað ég ætti eiginlega að gera við sjálfa mig því ég hafði æft fótbolta frá því að ég var fimm ára. Þetta (að vera fjarri fótboltanum) var erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir og því er það ótrúlega gaman að vera komin aftur.“ En þegar að þú segir „komin aftur“, ertu endanlega komin aftur? Hvernig horfir framhaldið við þér? „Eins og staðan er í dag þá er ég hætt við að hætta. Ég tek vissulega bara einn dag í einu en þetta verkefni sem ég tek að mér hérna í Val er með það markmið að koma okkur sem lengst í Evrópukeppninni. Það er gríðarlega spennandi verkefni sem gæti teygt sig fram í janúar ef allt gengur vel. Hvernig sem að mín þátttaka verður í því langar mig að taka þátt í því. Ég er komin hérna inn í Val með mikla samkeppni í Fanneyju Ingu sem er einn efnilegasti markvörður Íslands. Það er því ekkert sjálfsagt að ég vinni mér inn sæti í byrjunarliðinu, alls ekki, en ég er þó komin til að taka slaginn.“ Vill aftur í íslenska landsliðið Sandra á að baki 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið einn af fulltrúum þjóðarinnar á stórmóti. Íslenska landsliðið hefur, í september, leik í Þjóðadeild UEFA og á dögunum bárust vondar fréttir af einum af okkar bestu markvörðum, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem verður lengi frá vegna hnémeiðsla. Ert þú opin fyrir endurkomu í íslenska landsliðið? „Já ég held ég geti alveg sagt það. Ég er all-in í því sem ég er að gera núna.“ Sandra í leik með íslenska landsliðinuGetty Þannig ef að Þorsteinn landsliðsþjálfari myndi taka upp símann og hringja í þig þá myndirðu svara kallinu? „Já ef hann myndi hafa samband við mig, þá er ég opin fyrir því.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Sandra hefur nú leikið 332 leiki í efstu deild á Íslandi fyrir Þór/KA/KS, Stjörnuna og Val og skorað eitt mark. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá lék hún eitt tímabil í Svíþjóð með Jitex. Fyrr á þessu, nánar tiltekið í mars, lagði Sandra markmannshanskana á hilluna. En í gær lék hún sinn fyrsta leik í efstu deild með Val í tæpt ár eftir að hafa undanfarnar vikur æft með félaginu og þar áður hjálpað liði Grindavíkur fyrr í sumar. Hún er hætt við að hætta í fótbolta. „Þetta hefur verið krefjandi tími, ég ætla alveg að vera heiðarleg með það,“ segir Sandra í samtali við fréttastofu um tímann frá því að hún tók ákvörðun um að láta gott heita af fótboltaferlinum. „Ég stend alveg við þessa ákvörðun sem ég tók á sínum tíma en þetta hefur verið virkilega erfitt. Ég efaðist oft á tíðum um þessa ákvörðun en nú er ég komin aftur.“ Sandra er leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafiVísir/Hulda Margrét „Þekki ekkert annað“ Sandra hefur æft með Íslandsmeisturum Vals upp á síðkastið, þar sem að hún hefur unnið fjölda titla. Á undanförnum vikum hefur hún verið á meðal varamanna í leikjum liðsins en í gær dró til tíðinda er hún var mætt í byrjunarliðið í leik gegn Keflavík á kunnuglegum slóðum, Origovellinum. „Mér leið eins og ég hefði ekkert farið í burtu,“ segir Sandra um tilfinninguna að spila á nýjan leik á Origovellinum. „Það kveikti helling í mér að taka þessa tvo leiki með Grindavík fyrr í sumar þegar að ég fór til félagsins á neyðarláni. Nú hef ég verið að æfa á fullu með Val upp á síðkastið og hafði fyrir þetta neyðarlán hjá Grindavík verið að mæta á eina og eina æfingu. Pétur (þjálfari Vals) vissi það alveg upp á hár að það kitlaði mig enn að snúa aftur á völlinn, hann hafði því samband þegar að Valur lenti í smá veseni með markmannsmálin og ég var til í að stökkva inn.“ Sandra tók fram hanskana fyrr í sumar og lék í marki Grindavíkur.Vísir/SJJ Á þessum vikum, jafnvel mánuðum, sem liðu eftir að þú ákvörðun um að leggja hanskana á hilluna. Var fótboltinn alltaf að toga í þig? „Já það má segja það að ákveðnu leiti, ég þekki ekkert annað en að vera í fótbolta. Á þessum tíma var ég í brasi með að hugsa út í það hvernig ég ætti að vera í sumarfríi, hvað ég ætti eiginlega að gera við sjálfa mig því ég hafði æft fótbolta frá því að ég var fimm ára. Þetta (að vera fjarri fótboltanum) var erfiðara en ég hafði gert mér grein fyrir og því er það ótrúlega gaman að vera komin aftur.“ En þegar að þú segir „komin aftur“, ertu endanlega komin aftur? Hvernig horfir framhaldið við þér? „Eins og staðan er í dag þá er ég hætt við að hætta. Ég tek vissulega bara einn dag í einu en þetta verkefni sem ég tek að mér hérna í Val er með það markmið að koma okkur sem lengst í Evrópukeppninni. Það er gríðarlega spennandi verkefni sem gæti teygt sig fram í janúar ef allt gengur vel. Hvernig sem að mín þátttaka verður í því langar mig að taka þátt í því. Ég er komin hérna inn í Val með mikla samkeppni í Fanneyju Ingu sem er einn efnilegasti markvörður Íslands. Það er því ekkert sjálfsagt að ég vinni mér inn sæti í byrjunarliðinu, alls ekki, en ég er þó komin til að taka slaginn.“ Vill aftur í íslenska landsliðið Sandra á að baki 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið einn af fulltrúum þjóðarinnar á stórmóti. Íslenska landsliðið hefur, í september, leik í Þjóðadeild UEFA og á dögunum bárust vondar fréttir af einum af okkar bestu markvörðum, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem verður lengi frá vegna hnémeiðsla. Ert þú opin fyrir endurkomu í íslenska landsliðið? „Já ég held ég geti alveg sagt það. Ég er all-in í því sem ég er að gera núna.“ Sandra í leik með íslenska landsliðinuGetty Þannig ef að Þorsteinn landsliðsþjálfari myndi taka upp símann og hringja í þig þá myndirðu svara kallinu? „Já ef hann myndi hafa samband við mig, þá er ég opin fyrir því.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn