Ekki nóg að bæta bara strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2023 19:05 Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð. Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samgöngusáttmáli milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins var undirritaður árið 2019 og nær til næstu fimmtán ára. Í mars á þessu ári var ákveðið að uppfæra hann meðal annars vegna þess að áætlaður kostnaður við hans hafði hækkað verulega. Tæplega helmingur farið í stofnvegi Á fyrstu þremur árum sáttmálans hefur 11,1 milljarði króna verið fjárfest vegna sáttmálans. 2,5 milljarðar af því hafa farið í Borgarlínuna. Tæplega helmingur, 5,4 milljarðar, hafa farið í stofnvegi, 2,1 milljarður í hjóla- og göngustíga og 1,1 milljarður í aðra uppbyggingu. Í morgun ræddi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það að mögulega væri það gáfulegra að finna aðrar leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur, til dæmis með því að bæta strætó, þar sem Borgarlínan væri afar umdeilt verkefni. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmálann, segir eflingu Strætó ekki vera neina töfralausn. „Það sem menn hafa reynt á síðustu árum er að laga strætó. Ríkið tekið fé úr stofnvegauppbyggingu og setja í strætó. Það hefur ekki skilað árangri, höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir svona hefðbundið strætókerfi. Við þurfum Borgarlínu sem er hraðvagnakerfi þar sem vagnar eru á sérakreinum og ekki fastir í umferð,“ segir Davíð. Ekki galli að Borgarlínan sé umdeild Von er á niðurstöðum starfshóps um uppfærslu sáttmálans í nóvember á þessu ári. Davíð telur uppfærsluna ekki hafa áhrif á stöðu Borgarlínunnar þrátt fyrir því að einhverjir séu á móti henni. „Ég held að það eigi bara við mjög mörg umdeild og stór umbreytingarverkefni í sögunni. Þau hafa verið umdeild. Ég lít ekki á það sem galla og ég hef ekki orðið var við það í þessum mælingum að andstaða við Borgarlínuna sé að aukast,“ segir Davíð.
Samgöngur Borgarlína Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira