Fyrsta gull Indverja á heimsmeistaramóti Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 20:12 Indverjar voru ánægðir með sinn mann Neeraj Chopra. Vísir/Getty Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk í Búdapest í kvöld. Bandaríkin og Holland báru sigur úr býtum í boðhlaupum kvöldsins og þá vann Indland sín fyrstu gullverðlaun frá upphafi. Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira
Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira