Þriðju gullverðlaun Lyles og Duplantis vann örugglega Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 19:59 Noah Lyles gefur merki um gullin þrjú um leið og hann kemur í mark í boðhlaupinu. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis vann öruggan sigur í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Bandaríkin unnu tvöfalt í boðhlaupum kvöldsins. Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira
Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Sjá meira