Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2023 08:50 Kona grætur við gröf sonar síns sem féll í stríðinu við Rússa í Kharkiv á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær. AP/Bram Janssen Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33