Verðtrygging er ástæðan fyrir þrálátri verðbólgu í íslenska hagkerfinu Jón Frímann Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:00 Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að skrifa flókna og langa grein um þetta mál. Enda engin þörf á því. Ástæðan fyrir því að íslendingar eru alltaf að eiga við langtíma verðbólgu og hagkerfi sem er stöðugt í vandræðum er vegna þess að stór hluti íslenska lána, bæði til húsnæðis og annara hluta (lán til sveitarfélaga, fyrirtækja, námslán) eru verðtryggð. Verðtryggð lán eru léleg lán. Þetta eru lán sem engin í raun nær að borga niður vegna þess að þau hækka stöðugt í samræmi við verðbólgu og eftir því hveru hratt íslenska krónan rýrnar á hverjum tíma. Það sem húsnæðislán og síðan lán eru almennt er framleiðsla á pening. Þegar lán eru greidd upp, þá er sá peningur sem var búinn til eytt úr hagkerfinu. Vextir eru síðan hagnaðurinn af láninu og helst í hagkerfinu. Þannig er hægt að skapa jafnvægi í þessu öllu saman án þess að velta öllu hagkerfinu um koll og gera fyrirtæki, sveitarfélög og stóran hluta almennings gjaldþrota í kjölfarið. Af þessum ástæðum þá hafa aðgerðir Seðlabanka Evrópu virkað svona ljómandi vel án þess að setja stóran hluta almenninga á evru svæðinu í stórfelld vandræði vegna vaxtahækkana og þá eru vextir á húsnæðislánum ennþá mjög sæmilegir þar. Þetta er ekki saga á Íslandi. Þar sem sökinni er skellt á allt og alla nema verðtrygginguna sem er stóra vandamálið hérna. Verðtryggingin er einnig að valda því að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru mjög háir. Þegar vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru langt undir stýrivöxtum, þá er af þessum lánum talsvert tap og hefur alltaf verið í skamman tíma. Í dag (samkvæmt vefsíðu Landsbankans) þá eru verðtryggð húsnæðislán með 2,85% vexti á meðan óverðtryggð húsnæðislán eru með 10,25% vexti. Þetta er vaxtamunur upp á 7,40%. Það er því einstaklega snargalið að Seðlabanki Íslands skuli vera að hvetja fólk til þess að fara í verðtryggð lán í þessu ástandi sem Seðlabanki Íslands sjálfur bjó til með þessum ákvörðunum sínum og vaxtahækkunum. Seðlabanki Íslands ætti að fylgja vöxtum Seðlabanka Evrópu með vikur mörkum upp á 0,25% til 0,50% og aldrei meira en það. Ef íslendingar vilja stöðugan efnahag. Þá er fyrsta og stærsta skrefið að losna við verðtrygginguna úr hagkerfinu hjá almenningi. Úr húsnæðislánum, lánum til fyrirtækja og sveitarfélaga og annara. Seinna skrefið er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Íslenska krónan verður aldrei mjög stöðugur gjaldmiðill, þó svo að hægt sé að bæta stöðuna með skynsamlegum aðgerðum. Fólk sem tekur húsnæðislán ætti einnig að athuga að „jafnar afborganir“ og „jafnar greiðslur“ eru ekki það sama. Í „jöfnum afborgunum“ er greiðslan á láninu alltaf föst auk vaxta en í „jafnar greiðslur“ er fyrst byrjað á því að greiða vexti og þá er á sama tíma greitt lágmark inn á höfuðstól lánsins. Lán sem er greitt með „jafnar greiðslur“ greiðist niður hraðar en lán sem er í „jafnar greiðslur“ kerfinu. Þetta er hægt að sjá á vefsíðum bankana í reiknivélum sem þar eru. Höfundur er rithöfundur og áhugamaður um einföld kerfi eins og hagkerfi.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun