Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 16:36 Pútín segir að rannsóknin muni taka tíma. EPA Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Pútín lýsti Prigozhin sem hæfileikaríkum viðskiptamanni og hét því að láta rannsaka flugslysið.Rannsókn muni hins vegar taka tíma. Þetta er í fyrsta sinn síðan tilkynnt var um dauða Prigozhin í gær að einhver úr stjórnkerfi Rússlands tjáir sig um hann. „Ég hef þekkt Prigozhin í langan tíma, síðan í upphafi tíunda áratugarins. Hann var maður sem átti erfið örlög. Hann gerði nokkur alvarleg mistök á ævi sinni,“ sagði Pútín í ávarpinu. „Hann náði þeim árangri sem ég bað hann um að ná á síðustu mánuðunum, bæði fyrir sjálfan sig og fyrir sameiginlegan málstað okkar.“ Átti hann þá við árangur Wagner liða til að ná borginni Bakmút í Donetsk héraði, sem barist hafði verið um mánuðum saman. „Ef því sem ég veit kom Prigozhin frá Afríku í gær. Þar hitti hann ákveðna opinbera fulltrúa,“ sagði Pútín. En Wagner hópurinn hefur verið í náðinni hjá herforingjastjórn Malí og talið er að Prigozhin hafi ætlað sér að ná meiri áhrifum hjá nýrri herforingjastjórn Níger. Pútín sagði að gögn sýni að fleiri Wagner liðar hafi verið um borð í flugvélinni sem hrapaði í gær. Alls voru tíu um borð, þar af þriggja manna áhöfn. „Þetta fólk hefur lagt mikið af mörkum í sameiginlegu takmarki okkar að berjast við nýnasistastjórnina í Úkraínu. Við munum og vitum þetta og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Pútín sem hefur reynt að klína nasistastimplinum á Úkraínumenn frá stríðsbyrjun í febrúar árið 2022 til að réttlæta innrás sína.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18