Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 08:43 Íbúar á Tenerife fylgjast með húsum sínum í bjarma gróðureldanna sem hafa geisað á eyjunum frá því í síðustu viku. AP/Arturo Rodriguez Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni. Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni.
Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11
Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45