„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 22:17 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum. Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum.
Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49