Lundi með gigt í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 20:30 Lundinn Karen í Vestmannaeyjum, sem er með gigt en er þó öll að koma til vegna góðrar meðhöndlunar, sem hún hefur fengið á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda. Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Það hefur verið mikið að gera á Sea Life Trust safninu í Vestmannaeyjum í sumar enda mikið af ferðamönnum í eyjunni. Það eru alþjóðleg góðgerðasamtök, sem reka safnið. Lundarnir þar vekja alltaf mikinn áhuga fólks en þar eru 10 lundar til sýnis, sem fólk keppist við að mynda þegar þeir synda eða stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar. En inn á safninu er lundi með gigt, sem dvelur á sérstakri sjúkrastofuþar sem hann fær sérstaka meðhöndlun. Ástæðan er sú að þar er sérstök sjúkrastofa þar sem hugað er að veikindum lundanna ef þeir eru slappir eða eitthvað lélegir. Oft hressast þeir við ef þeir fá ný veidda loðna en hún er þó ekki alltaf þeginn því Karen hunsar oft loðnuna. „Þegar hún kom til okkar þá gat hún rosalega lítið labbað og átti mjög erfitt með gang en hún er búin að vera í stöðugri endurhæfingu hjá okkur. Hún er með gigt í mjöðmunum,” segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og bætir við. „Það er búið að vera að vinna rosalega mikið með hana og þá með fæturna sérstaklega. Karen er ofboðslega klár að synda, það virðist ekki þvælast fyrir henni en hún á erfitt með gang eins og maður getur séð, þá haltrar hún um en er orðin miklu betri en hún var.” Þóra segir að Karen fari alltaf í dagdvöl til hinna lundann á daginn. „Þá fer hún í dagdvöl og fær að synda með þeim og henni finnst það rosalega gaman en hún er í herberginu sína yfir nóttina á meðan það er engin til að fylgjast með,” segir Þóra. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Þóra segir að á pysjutímabilinu sem stendur nú yfir í Vestmannaeyjum komi alltaf einhverjar pysjur til þeirra á sjúkrastofu safnsins. “Já, það er rétt og meðhöndlun á pysjum er allt önnur núna heldur en hún var hér áður fyrr. Við leggjum rosalega mikla áherslu núna til dæmis að fólk noti hanska því það áttar sig kannski ekki á þvi hvað fitan á höndunum okkar hefur slæmar afleiðingar fyrir pysjurnar til dæmis,” segir Þóra. Heimasíða safnsins
Vestmannaeyjar Fuglar Dýr Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira