„Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 19:45 Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er genginn í raðir belgíska félagsins Eupen frá Íslendingaliðinu Lyngby í Danmörku. Hann segist spenntur að komast aftur í belgísku deildina. Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“ Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Alfreð skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og þurfti Eupen að greiða 2 milljónir danskar krónur fyrir framherjann eða því sem samsvarar tæplega 39 milljónir íslenskra króna. „Þetta kom mjög fljótt upp í lok síðustu viku. Ég framlengdi samning minn í sumar við Lyngby og maður var með fullan huga við það að vera þar áfram og ekki í neinum hugleiðingum að fara. Svo þegar þetta kemur upp þá er tenging við Guðlaug Victor og ég þekki þjálfarann frá Þýskalandi. Og að geta farið í aðeins sterkari deil og svo spilaði stóra rullu að fá tveggja ára samning,“ segir Alfreð í samtali við fréttastofu. Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi. Og nú síðast hjá Lyngby. Frábær klúbbur fyrir unga „Ég var ekki að leitast eftir því að fara frá Lyngby, alls ekki. Vinnuumhverfið þar er frábært þó það sé alveg hægt að bæta eitthvað. Þeir vita alveg hvar þeir standa í fæðukeðjunni og þetta er frábær klúbbur fyrir unga leikmenn.“ Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu. „Sævar og Kolli munu taka mjög vel á móti Andra Lucasi og hann fyllir upp í Íslendingakvótann þarna, það verða allavega að vera þrír svo dæmið gangi upp. Þetta er frábær staður fyrir hann að vera með Freysa og hann mun eiga gott tímabil og skora sín mörk.“ Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United. Þeir hafa áður spilað saman hjá félagsliði, í yngri flokkum Fjölnis. „Ég og Gulli höfðum þekkst síðan við vorum átta, níu ára. Við ólumst báðir upp í Grafarvoginum og spiluðum saman í Fjölni í gamla daga. Þetta hefur sennilega verið í kringum árið 2000 eða eitthvað svoleiðis. Við hefðum aldrei getað skrifað þessa sögu, að við værum báðir yfir þrítugt að spila saman fyrir Eupen.“
Fótbolti Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira