Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 13:02 Alexander Isak og félagar í sænska landsliðinu skriðu inn í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Getty/Michael Campanella Danir misstu HM-sætið frá sér á síðustu stundu í Skotlandi í gærkvöldi og þurfa því að fara í umspil um laus sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira