Áminning um að plastið drepi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“ Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira