10 milljarða króna ákvörðun stjórnvalda Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 07:30 Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Evrópusambandið Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er bæði gömul saga og ný að regluverk á Íslandi er íþyngjandi og oftar en ekki meira íþyngjandi en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Þetta sést skýrt þegar Ísland er skoðað í alþjóðlegum samanburði og ætti að vera kappsmál stjórnvalda að bæta úr þessari stöðu. Óþarflega íþyngjandi regluverk getur enda dregið úr almennri hagsæld með takmörkuðum hvata til atvinnurekstrar sem leiðir til minni umsvifa og þ.a.l. minni skatttekna sem aftur gerir hið opinbera verr í stakk búið til að standa undir grunnþjónustu við almenning. Þannig þarf að forðast í lengstu lög að setja reglur sem leiða af sér meiri kostnað en ávinning fyrir samfélagið. Þrátt fyrir ítrekuð loforð stjórnvalda í þá veru er regluverk frá Evrópusambandinu enn innleitt með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er, án nokkurra skýringa. Við innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins hefur Ísland gjarnan svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti viðkomandi reglur eru innleiddar en í mörgum tilvikum eru farin sú leið að leggja ríkari skyldur á íslensk fyrirtæki en gert er í öðrum löndum Evrópu. Sú var til dæmis raunin við innleiðingu hluta af sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins sem leiðir af sér meiri kostnaði fyrir íslensk fyrirtæki en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. Tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga var til að mynda innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis sem varð til þess að tæplega átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki falla undir gildissviðið en ella. Áætlað er að þessi ákvörðun hafi kostað íslenskt atvinnulíf um 9,8 milljarða króna frá árinu 2016. Sama gildissvið var lagt til grundvallar við innleiðingu flokkunarreglugerðarinnar sem innleidd var á þessu ári en gildissviðið er þannig víðtækara hérlendis en annars staðar í Evrópu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnaðinn við þá innleiðingu, en búast má við að hann verði umtalsverður. EES-regluverk miðar að því að samræma leikreglur milli landa á afmörkuðum sviðum og ná þannig ákveðnum markmiðum og um leið örva viðskipta- og efnahagstengsl milli ríkja. Að þessu sinni er markmiðið göfugt, að auka upplýsingagjöf sem tengist sjálfbærni og stýra flæði fjármagns í átt til sjálfbærra lausna. Ávinningur þessara aðgerða er án efa mikill en það er þó ekki með öllu ljóst hvort ábatinn sé þess virði þegar gengið er lengra en aðrar þjóðir líkt og raunin varð hér. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum að rökstyðja vel hvers vegna valið er að ganga lengra en þörf krefur við innleiðingu á hvers kyns regluverki. Í þessu tilfelli skorti annars vegar rök fyrir því hvers vegna gengið var lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og hins vegar greiningu á ábata og þeim kostnaði sem því fylgir. Eins og áður segir er þó ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum. Í úttekt ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur forsætisráðuneytisins frá 2016 kom fram að í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Auk þess hafa fjölmargar innleiðingar síðustu ára sýnt fram á að ekki hefur verið horfið af þessari braut. Þá hlotnast Íslandi sá vafasami heiður að búa við mest íþyngjandi regluverk innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu. Það er því sannarlega verk að vinna þvert á greinar atvinnulífsins, ekki eingöngu hvað varðar sjálfbærniregluverk atvinnulífsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir er lögfræðingur Viðskiptaráðs og Elísa Arna Hilmarsdóttir er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun