Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:20 Notendur forritsins hafa nú verið varaðir við því að það sé ekki víst að uppskriftirnar séu hæfar til neyslu. Getty Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar. Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar.
Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira