„Ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 12:00 Viktor Örn Margeirsson og félagar í Blikavörninni hafa verið mistækir í mörgum leikjum í sumar og það hefur verið liðinu dýrkeypt. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði á móti KR í síðasta leik sínum í Bestu deild karla og stimplaði sig með því nánast út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira