Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 23:29 Ruggs í leik með Las Vegas Raiders áður en ósköpin dundu yfir Vísir/Getty Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár. Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Sjá meira
Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00
Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45