Henry Ruggs dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 23:29 Ruggs í leik með Las Vegas Raiders áður en ósköpin dundu yfir Vísir/Getty Henry Ruggs III, fyrrum útherji NFL liðsins Las Vegas Raiders, var í dag dæmdur sekur fyrir að verða konu að bana þegar hann keyrði á bifreið hennar á ofsahraða í nóvember 2021. Ruggs var dæmdur í allt að tíu ára fangelsi en gæti fengið reynslulausn eftir þrjú ár. Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Ruggs hafði ekið Chevrolet Corvette bifreið sinni á um 250 km hraða á klukkustund skömmu fyrir áreksturinn en hann mældist með tvöfalt meiri vínanda í blóðinu en lög í Nevada gefa svigrúm fyrir. Hámarkshraðinn í götunni þar sem áreksturinn átti sér stað var 70 km/klst. Konan sem lést í árekstrinum hét Tina Tintor og var 23 ára. Bíll hennar varð alelda við áreksturinn og lét hún lífið ásamt hundi sínum sem var með henni í bílnum, en Ruggs slapp með minniháttar áverka. Hann hafði játað sök í málinu fyrr á árinu en endanlegur dómur var kveðinn upp í dag. Ruggs las upp yfirlýsingu í dómsal þar sem hann sagði m.a: „Ég vil biðja foreldra fröken Tintor innilegrar afsökunar á þeim þjáningum og sorg sem ég hef valdið þeim. Ég á mér enga afsökun.“ Ruggs þótti einn af efnilegri leikmönnum NFL deildarinnar og árið 2020 gerði hann fjögurra ára samning við Las Vegas Raiders. Liðið sagði samningnum upp strax daginn eftir slysið í nóvember 2021. Ruggs hefur heitið því að beita sér fyrir vitundarvakningu um alvarleika þess að keyra undir áhrifum áfengis og yfir hámarkshraða. Hans bíður nú fangelsisvist til allt að tíu ára en með möguleika á reynslulausn eftir þrjú ár. Báðir bílarnir voru afar illa farnir eftir áreksturinn. Þrátt fyrir að höggið hafi verið mikið þar sem Ruggs keyrði meira en 180 km yfir hámarkshraða, þá lést Trintor af brunasárum sínum.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00 Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Útherji Las Vegas Raiders varð öðrum ökumanni að bana Útherjinn Henry Ruggs III, sem leikur með Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð í dag öðrum ökumanni að bana er hann keyrði undir áhrifum. 2. nóvember 2021 21:00
Raiders lætur Ruggs fara eftir að hann varð konu að bana Las Vegas Raiders hefur rift samningi útherjans Henrys Ruggs III eftir að hann varð manni að bana þegar hann ók undir áhrifum. 3. nóvember 2021 15:45