Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 08:45 Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar í Níger veifa rússneskum fána. Vangaveltur hafa verið uppi um að stjórnin gæti óskað eftir liðsauka rússneska málaliðahersins Wagner-hópsins. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna. Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna.
Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09