Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:22 Konum stendur mikið úrval tíðavara til boða en enginn staðall er til um rakadrægni þeirra. Getty Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira