Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós Björnsdóttir með Anníe Mist Þórisdóttir en þær kepptu saman í tveggja manna liði í byrjun ársins. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. Bergrós sýndi mikinn andlegan styrk og þrautseigju með því að komast í gegnum hitaslag á fyrsta degi, halda keppni áfram og tryggja sér síðan bronsið með því að ná öðru sæti í næstsíðustu grein og vinna síðan síðustu grein keppninnar. Hin sextán ára Bergrós er ekki atvinnumaður eins og þau Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir eða Björgvin Karl Guðmundsson. Keppendur í aldursflokkunum fá ekkert verðlaunafé eins og keppendur í meistaraflokkunum þrátt fyrir góða frammistöðu. Þau eldri fá stór peningaverðlaun fyrir hvert einasta sæti í keppninni en unglingarnir fá engin slík peningaverðlaun. Þetta þýðir að Bergrós þarf að standa að öllum kostnaði sjálf, ekki bara fyrir sig heldur einnig fyrir þjálfara sinn og móður hennar sem kom með þar sem hún er bara sextán ára gömul. Allur ferðakostnaður og uppihald í Bandaríkjunum lendir því á Bergrós og foreldrum hennar. Bergrós hafði í aðdraganda heimsleikana leitað eftir stuðningi við það að safna fyrir ferðalaginu til Madison. Hún fór líka á heimsleikana í fyrra og ætti að geta komist þangað á næsta ári þegar hún verður á eldra ári í sínum flokki. Það liggur því í augum uppi að ef að Bergrós ætli að halda áfram að keppa við þær bestu í heimi í sínum aldursflokki þá þarf hún að safna dágóðri upphæð. Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bergrós og má finna hann hér fyrir neðan. Styrktarreikningur fyrir Bergrós Björnsdóttur: Reikningsnúmer: 0511-14-013564 Kennitala: 060207-2160 CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Bergrós sýndi mikinn andlegan styrk og þrautseigju með því að komast í gegnum hitaslag á fyrsta degi, halda keppni áfram og tryggja sér síðan bronsið með því að ná öðru sæti í næstsíðustu grein og vinna síðan síðustu grein keppninnar. Hin sextán ára Bergrós er ekki atvinnumaður eins og þau Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir eða Björgvin Karl Guðmundsson. Keppendur í aldursflokkunum fá ekkert verðlaunafé eins og keppendur í meistaraflokkunum þrátt fyrir góða frammistöðu. Þau eldri fá stór peningaverðlaun fyrir hvert einasta sæti í keppninni en unglingarnir fá engin slík peningaverðlaun. Þetta þýðir að Bergrós þarf að standa að öllum kostnaði sjálf, ekki bara fyrir sig heldur einnig fyrir þjálfara sinn og móður hennar sem kom með þar sem hún er bara sextán ára gömul. Allur ferðakostnaður og uppihald í Bandaríkjunum lendir því á Bergrós og foreldrum hennar. Bergrós hafði í aðdraganda heimsleikana leitað eftir stuðningi við það að safna fyrir ferðalaginu til Madison. Hún fór líka á heimsleikana í fyrra og ætti að geta komist þangað á næsta ári þegar hún verður á eldra ári í sínum flokki. Það liggur því í augum uppi að ef að Bergrós ætli að halda áfram að keppa við þær bestu í heimi í sínum aldursflokki þá þarf hún að safna dágóðri upphæð. Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bergrós og má finna hann hér fyrir neðan. Styrktarreikningur fyrir Bergrós Björnsdóttur: Reikningsnúmer: 0511-14-013564 Kennitala: 060207-2160
CrossFit Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira