Kristaltært? Um umboð eða umboðsleysi Páll Ágúst Ólafsson skrifar 8. ágúst 2023 07:30 Í liðinni viku hélt höfundur því fram á þessum vettvangi að biskup væri ekki umboðlaus í embætti sínu. Sú niðurstaða var leidd af bráðabirgðaákvæði í lögum um þjóðkirkjuna frá 2021. Spurningin um umboð biskups er til umfjöllunar hjá Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Forseti kirkjuþings vill þrátt fyrir þá stöðu málsins, með stuðningi amk. 2. varaforseta kirkjuþings, hlutast til um að knúnar verði fram biskupskosningar hið fyrsta. Eini skynsamlegi kosturinn í stöðunni er að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar og halda óbreyttri áætlun kjörnefndar enda gefi niðurstaða úrskurðarnefndar ekki tilefni til annars. Almennt er skynsamlegt og fer best á því að aðilar haldi að sér höndum meðan skorið er úr vafamálum hjá þar til bærum aðilum. *** Hvað raunverulega rekur þessa aðila áfram er ráðgáta. Steindór Runiberg Haraldsson, 2. varaforseti kirkjuþings, fullyrti að umboðsleysi biskups væri „kristaltært“ í viðtali við Morgunblaðið 3. ágúst sl. Það sem yfirstjórn kirkjuþings telur „kristaltært“ er hreint ekki svo tært heldur sveipað lögfræðilegum vafa, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Jafnframt liggur fyrir að kjörnefnd þjóðkirkjunnar hyggst hefja undirbúning að biskupskjöri snemma á næsta ári. Þangað til eru örfáir mánuðir. Vakna áleitnar spurningar um hvaða hagsmuni þessir aðilar eru að verja eða hverra erinda þeir ganga. Af hverju liggur á núna? Kann að vera að það þjóni hagsmunum fárra að tilteknar stjórnvaldsákvarðanir biskups verði teknar upp að nýju því þær teljist óheppilegar ákveðnum aðilum og meðvirkni með þeim svo mikil að forysta kirkjuþings sjái ekki skóginn fyrir einstaka fyrirferðarmiklum trjám? Misskilningur? Höfundur var sagður misskilja regluverk kirkjunnar í kjölfar greinar, sem birtist 31. júlí sl. Með öllu er óljóst í hverju sá misskilningur felst enda er bráðabirgðaákvæði þjóðkirkjulaganna skýrt. Staðreyndin er sú að starfsmannalögin skulu gilda út skipunartíma biskups. Biskup á að njóta réttinda og skyldna starfsmannalaga á skipunartímanum. Hluti réttinda starfsmannalaga er að skipunartími framlengist sjálfkrafa, sé ekki tilkynnt um annað áður en sex mánuðir eru til loka skipunartíma. Höfundur telur að bráðabirgðaákvæði þjóðkirkjulaga hefði sérstaklega þurft að undanskilja þessi tilteknu réttindi, ef þau áttu ekki að gilda gagnvart biskupi. Sú lögskýring, að lagasetning sé ígildi tilkynningar um starfslok stenst ekki skoðun að mati höfundar. Sérstaklega í ljósi þess að það virðist ekki hafa verið einboðið að biskup hætti við lok skipunartímans. Kristaltært? Höfundur telur því að skipunartími biskups hafi sjálfkrafa endurnýjast af þeirri einföldu ástæðu að kirkjuþing sinnti ekki þeirri skyldu sinni að setja starfsreglur um annað. Ábyrgðin er kirkjuþings og forystu þess. Framhjá því verður ekki litið og þau mistök verður forysta kirkjuþings að horfast í augu við. Því fer fjarri að „kristaltært“ sé að biskup Íslands sé umboðslaus. Þvert á móti bendir flest til þess að svo sé einmitt ekki. Höfundur telur að í þessari stöðu eigi að halda sig við það sem ákveðið hefur verið, að hefja undirbúning biskupskjörs í upphafi nýs árs og vígja nýjan biskup næsta sumar. Óvönduð vinnubrögð Undanfarin ár hafa margir gagnrýnt embætti biskups fyrir að fara frjálslega með það regluverk sem kirkjunni er sniðið – bæði lög sett af Alþingi sem og starfsreglur settar af kirkjuþingi. Höfundur þekkir sjálfur til þeirrar umræðu og verklags, enda hefur hann ítrekað látið reyna á stjórnvaldsákvarðanir embættis biskups fyrir dómstólum og haft betur í öll skiptin. Einhverjir kunna að velta vöngum yfir því að höfundur fagni hreinlega ekki tillögu forseta kirkjuþings um að sem fyrst sé kosinn nýr biskup. Svo er þó ekki, því þetta mál sem nú er um þrætt – jafnt og önnur - hvorki eiga né mega vera persónuleg. Niðurstaða skal byggð á regluverki og lagatúlkun en ekki einstaka persónum og leikendum. Hafa skal einfaldlega það sem sannara reynist. Um leið og einstök mál eru persónugerð og leikendur látnir hafa áhrif á efnismeðferð og niðurstöðu er voðinn vís enda álíka heppilegt að blanda saman tilfinningum og lögfræði og olíu og vatni. Einstakt tækifæri – nýtt verklag Forysta kirkjunnar á að vera fyrirmynd annarra í að lögum og reglum sé fylgt. Bæði af lagalegri en ekki síður siðferðislegri skyldu. Nú er tækifæri fyrir kirkjuþing, sem kosið var á síðasta ári, og nýjan biskup, sem væntanlega verður vígður sumarið 2024, að hefja sig yfir það verklag sem viðgengist hefur alltof lengi innan yfirstjórnar kirkjunnar. Þetta verklag hefur einkennst af því að ákveða niðurstöðu mála fyrirfram án tillits til regluverksins sem um kirkjuna gildir. Regluverkið virðist oft ekki einu sinni hafa verið haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku. Nýtt kirkjuþing og nýr biskup, þegar hann tekur við, fá einstakt tækifæri til að draga línu í sandinn, fylgja regluverkinu og hefja víðtæka uppbyggingu á starfi þjóðkirkjunnar alveg frá yfirstjórn ofan í grasrót. Þessum aðilum ber að hafa metnað fyrir og tryggja að allar ákvarðanir verði vandaðar og reistar á lögmætum grunni en ekki handahófskenndar og teknar af geðþótta eins og þekkt dæmi eru um. Trúnaður og traust fólks Traust til þjóðkirkjunnar hefur farið minnkandi hin síðustu ár. Margir hafa áhyggjur af þeirri þróun. Orð eru til lítils ef verkin eru ekki látin tala. Nýr biskup fær tækifæri til þess að sýna endurnýjun hugarfars, nýja starfshætti og verklag. Ég hvet kjörna fulltrúa á kirkjuþingi – lærða sem leika – og nýjan biskup, þegar hann tekur við, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Aðeins þannig mun trúnaður og traust kirkjunnar gagnvart fólkinu í landinu aukast á ný. Kapp umfram fegurð? Starfsmenn kirkjunnar og sjálfboðaliðar landið um kring gera allt sem í þeirra valdi stendur og leggja mikið á sig til að sinna af alúð skyldum sínum gagnvart þeim verkefnum í lífi fólks sem kirkjunni eru falin. Ég vil trúa því að yfirstjórn kirkjuþings muni gera orð sr. Friðriks Friðrikssonar að sínum að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði. Það er bæði skynsamlegt og ekki of seint að draga andann djúpt, anda frá sér og láta fegurðina hafa yfirhönd yfir kappinu. Höfundur er lögmaður og prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hélt höfundur því fram á þessum vettvangi að biskup væri ekki umboðlaus í embætti sínu. Sú niðurstaða var leidd af bráðabirgðaákvæði í lögum um þjóðkirkjuna frá 2021. Spurningin um umboð biskups er til umfjöllunar hjá Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Forseti kirkjuþings vill þrátt fyrir þá stöðu málsins, með stuðningi amk. 2. varaforseta kirkjuþings, hlutast til um að knúnar verði fram biskupskosningar hið fyrsta. Eini skynsamlegi kosturinn í stöðunni er að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar og halda óbreyttri áætlun kjörnefndar enda gefi niðurstaða úrskurðarnefndar ekki tilefni til annars. Almennt er skynsamlegt og fer best á því að aðilar haldi að sér höndum meðan skorið er úr vafamálum hjá þar til bærum aðilum. *** Hvað raunverulega rekur þessa aðila áfram er ráðgáta. Steindór Runiberg Haraldsson, 2. varaforseti kirkjuþings, fullyrti að umboðsleysi biskups væri „kristaltært“ í viðtali við Morgunblaðið 3. ágúst sl. Það sem yfirstjórn kirkjuþings telur „kristaltært“ er hreint ekki svo tært heldur sveipað lögfræðilegum vafa, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Jafnframt liggur fyrir að kjörnefnd þjóðkirkjunnar hyggst hefja undirbúning að biskupskjöri snemma á næsta ári. Þangað til eru örfáir mánuðir. Vakna áleitnar spurningar um hvaða hagsmuni þessir aðilar eru að verja eða hverra erinda þeir ganga. Af hverju liggur á núna? Kann að vera að það þjóni hagsmunum fárra að tilteknar stjórnvaldsákvarðanir biskups verði teknar upp að nýju því þær teljist óheppilegar ákveðnum aðilum og meðvirkni með þeim svo mikil að forysta kirkjuþings sjái ekki skóginn fyrir einstaka fyrirferðarmiklum trjám? Misskilningur? Höfundur var sagður misskilja regluverk kirkjunnar í kjölfar greinar, sem birtist 31. júlí sl. Með öllu er óljóst í hverju sá misskilningur felst enda er bráðabirgðaákvæði þjóðkirkjulaganna skýrt. Staðreyndin er sú að starfsmannalögin skulu gilda út skipunartíma biskups. Biskup á að njóta réttinda og skyldna starfsmannalaga á skipunartímanum. Hluti réttinda starfsmannalaga er að skipunartími framlengist sjálfkrafa, sé ekki tilkynnt um annað áður en sex mánuðir eru til loka skipunartíma. Höfundur telur að bráðabirgðaákvæði þjóðkirkjulaga hefði sérstaklega þurft að undanskilja þessi tilteknu réttindi, ef þau áttu ekki að gilda gagnvart biskupi. Sú lögskýring, að lagasetning sé ígildi tilkynningar um starfslok stenst ekki skoðun að mati höfundar. Sérstaklega í ljósi þess að það virðist ekki hafa verið einboðið að biskup hætti við lok skipunartímans. Kristaltært? Höfundur telur því að skipunartími biskups hafi sjálfkrafa endurnýjast af þeirri einföldu ástæðu að kirkjuþing sinnti ekki þeirri skyldu sinni að setja starfsreglur um annað. Ábyrgðin er kirkjuþings og forystu þess. Framhjá því verður ekki litið og þau mistök verður forysta kirkjuþings að horfast í augu við. Því fer fjarri að „kristaltært“ sé að biskup Íslands sé umboðslaus. Þvert á móti bendir flest til þess að svo sé einmitt ekki. Höfundur telur að í þessari stöðu eigi að halda sig við það sem ákveðið hefur verið, að hefja undirbúning biskupskjörs í upphafi nýs árs og vígja nýjan biskup næsta sumar. Óvönduð vinnubrögð Undanfarin ár hafa margir gagnrýnt embætti biskups fyrir að fara frjálslega með það regluverk sem kirkjunni er sniðið – bæði lög sett af Alþingi sem og starfsreglur settar af kirkjuþingi. Höfundur þekkir sjálfur til þeirrar umræðu og verklags, enda hefur hann ítrekað látið reyna á stjórnvaldsákvarðanir embættis biskups fyrir dómstólum og haft betur í öll skiptin. Einhverjir kunna að velta vöngum yfir því að höfundur fagni hreinlega ekki tillögu forseta kirkjuþings um að sem fyrst sé kosinn nýr biskup. Svo er þó ekki, því þetta mál sem nú er um þrætt – jafnt og önnur - hvorki eiga né mega vera persónuleg. Niðurstaða skal byggð á regluverki og lagatúlkun en ekki einstaka persónum og leikendum. Hafa skal einfaldlega það sem sannara reynist. Um leið og einstök mál eru persónugerð og leikendur látnir hafa áhrif á efnismeðferð og niðurstöðu er voðinn vís enda álíka heppilegt að blanda saman tilfinningum og lögfræði og olíu og vatni. Einstakt tækifæri – nýtt verklag Forysta kirkjunnar á að vera fyrirmynd annarra í að lögum og reglum sé fylgt. Bæði af lagalegri en ekki síður siðferðislegri skyldu. Nú er tækifæri fyrir kirkjuþing, sem kosið var á síðasta ári, og nýjan biskup, sem væntanlega verður vígður sumarið 2024, að hefja sig yfir það verklag sem viðgengist hefur alltof lengi innan yfirstjórnar kirkjunnar. Þetta verklag hefur einkennst af því að ákveða niðurstöðu mála fyrirfram án tillits til regluverksins sem um kirkjuna gildir. Regluverkið virðist oft ekki einu sinni hafa verið haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku. Nýtt kirkjuþing og nýr biskup, þegar hann tekur við, fá einstakt tækifæri til að draga línu í sandinn, fylgja regluverkinu og hefja víðtæka uppbyggingu á starfi þjóðkirkjunnar alveg frá yfirstjórn ofan í grasrót. Þessum aðilum ber að hafa metnað fyrir og tryggja að allar ákvarðanir verði vandaðar og reistar á lögmætum grunni en ekki handahófskenndar og teknar af geðþótta eins og þekkt dæmi eru um. Trúnaður og traust fólks Traust til þjóðkirkjunnar hefur farið minnkandi hin síðustu ár. Margir hafa áhyggjur af þeirri þróun. Orð eru til lítils ef verkin eru ekki látin tala. Nýr biskup fær tækifæri til þess að sýna endurnýjun hugarfars, nýja starfshætti og verklag. Ég hvet kjörna fulltrúa á kirkjuþingi – lærða sem leika – og nýjan biskup, þegar hann tekur við, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Aðeins þannig mun trúnaður og traust kirkjunnar gagnvart fólkinu í landinu aukast á ný. Kapp umfram fegurð? Starfsmenn kirkjunnar og sjálfboðaliðar landið um kring gera allt sem í þeirra valdi stendur og leggja mikið á sig til að sinna af alúð skyldum sínum gagnvart þeim verkefnum í lífi fólks sem kirkjunni eru falin. Ég vil trúa því að yfirstjórn kirkjuþings muni gera orð sr. Friðriks Friðrikssonar að sínum að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði. Það er bæði skynsamlegt og ekki of seint að draga andann djúpt, anda frá sér og láta fegurðina hafa yfirhönd yfir kappinu. Höfundur er lögmaður og prestur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun