Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 15:40 Gunni og Felix komu fram í 20. skiptið á Neistaflugi þegar þeir fluttu lög á stórtónleikunum í gær. Aðsend Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend
Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira