Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 13:33 Konan flutti kókaínið til landsins frá Barselóna. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Konan flutti kókaínið inn í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur hennar þegar hún kom sem farþegi með flugi frá Barselóna á Spáni. Fyrir dómi játaði konan afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Því var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu konunnar var vægustu refsingar sem lög leyfa krafist og að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní 2023 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Enn eitt burðardýrið Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að af gögnum málsins að dæma verði ekki ráðið að konan hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Þá hafi konan gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið, meðal annars tengsl annarra við brotið. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess auk þess að hún hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki horft fram hjá því að hún flutti til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Að öllu því virtu var refsing hennar hæfilega ákveðin 22 mánuðir. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní. Þá var konunni gert að þola upptöku kókaínsins auk þess að greiða alls 1.141 þúsund krónur í sakarkostnað. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Smygl Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Konan flutti kókaínið inn í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur hennar þegar hún kom sem farþegi með flugi frá Barselóna á Spáni. Fyrir dómi játaði konan afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Því var málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu konunnar var vægustu refsingar sem lög leyfa krafist og að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní 2023 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Enn eitt burðardýrið Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að af gögnum málsins að dæma verði ekki ráðið að konan hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Þá hafi konan gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið, meðal annars tengsl annarra við brotið. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess auk þess að hún hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki horft fram hjá því að hún flutti til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Að öllu því virtu var refsing hennar hæfilega ákveðin 22 mánuðir. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 6. júní. Þá var konunni gert að þola upptöku kókaínsins auk þess að greiða alls 1.141 þúsund krónur í sakarkostnað.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Smygl Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira