Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:58 Teikningar af svæðinu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir veitingastað og manngerðu lóni meðal annars. LANDMÓTUN OG VA ARKITEKTAR Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu sem samþykkt var í deiliskipulagi Rangárþings ytra árið 2017. Formaður umhverfissamtaka segir skipulagið kalla á massatúrisma sem verði ferðaþjónustu og ferðamönnum til ama. Skipulagsstofnun vill að framkvæmd verði viðhorfskönnun meðal ferðamanna áður en lengra er haldið. Í skipulaginu er annars gert ráð fyrir uppbyggingu á bílastæði og baðaðstöðu sem fyrir er við Námskvísl. Hins vegar er um að ræða byggingu veitingastaðar og manngerðs lóns við Námshraun. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir úrbóta þörf á svæðinu sem hafi gengið sér til húðar. Í umsögn Umhverfisstofununar segir að ástand lands og innviða í Landmannalaugum hafi lengi verið mjög slæmt. Jákvætt sé því að ráðist verði í „löngu tímabærar endurbætur á svæðinu“. Aldrei hrifin af röskun á hrauni „Þetta svæði í kringum laugarnar sjálfar er það svæði sem við fögnum að loksins sé verið að laga. Taka mannvirkin þarna í gegn svo fólk upplifi óraskaða náttúru. Það þarf að endurheimta það eins og hægt er,“ segir Inga Dóra í samtali við fréttastofu. Inga Dóra Hrólfsdóttir.veitur Stofnuninni líst verr á uppbygginguna við Námshraun, sem er hluti af sama deiliskipulagi. „Þar er röskun á hrauni sem við erum að sjálfsögðu aldrei hrifin af. En af tveimur kostum þá töldum við það samt sem áður vera betra en að vera með þess háttar uppbyggingu alveg við laugarnar.“ Skipulagsstofnun hefur bent á að uppbyggingin muni hafa fjölgun ferðamanna í för með sér sem hefði neikvæð áhrif á svæðið. „Það gerir enn mikilvægara fyrir okkur að hafa innviði og stýringu inni á svæðinu sem væri þá í formi stíga og aðstöðu,“ segir Inga Dóra. Í umsögninnni segir að gjarnan megi setja fram skýrari hugmyndir um stýringu á fjölda ferðamanna til að draga úr álagi.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?