„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:01 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara tvö síðustu ár í röð og er með liðið á toppi Bestu deildarinnar fyrir leiki morgundagsins. vísir/Diego „Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira