Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 07:44 Lítið sem ekkert hefur sést til eldgossins við Litla hrút á vefmyndavélum í nótt vegna mikillar þoku. Vísir/Vilhelm Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira