Náði að koma sér út á svalir þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 06:21 Rafhlaupahjólið sem um ræðir. Vísir/slökkvilið Eldur kviknaði í íbúð á 3. hæð við Hringbraut í Reykjavík í nótt og er talið að hann hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Íbúi komst út á svalir en nágranni sem kom til aðstoðar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“ Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira