Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 21:12 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira