Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 07:01 Lögreglan hafði upp á manninum sem sagðist ekki hafa ætlað að ógna fólki. Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. „Það gengur hér inn maður með lambhúshettu. Hann fer inn og setur eitthvað í vasana. Svo tekur hann upp öxi úr versluninni og ógnar sér leið hér út,“ segir Bjarki Þór Árnason, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, í samtali við Vísi. Bjarki segir starfsfólk hafa orðið vart við meiri þjófnað undanfarið. „Starfsfólkinu er eðli málsins samkvæmt mikið brugðið, það eltir manninn út, sem það á ekki að gera enda var hann vopnaður öxi, en þau gátu með því gefið lögreglunni greinargóðar upplýsingar um manninn, sem náði að handsama hann í fyrradag. Þá var hann búinn að henda exinni frá sér en væntanlega fela það sem hann var með í vösunum því ekkert þýfi fannst á honum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn gefið þær útskýringar að þetta hafi átt að vera hluti af myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Maðurinn hafi ætlað sér að stríða vinum sínum og ekki ætlað að vera ógnandi. Segist lögreglan ekki vilja veita frekari upplýsingar vegna málsins. Sækja sér áfallahjálp „Ég get alveg sagt þér það að það eru tvær stelpur hér sem hafa óskað eftir áfallahjálp eftir þetta. Önnur hefur ekki treyst sér til að mæta í vinnuna. Hin mætti í dag og ég er að vona að hún nái að klára daginn,“ segir Bjarki. Starfsfólk upplifði að sér væri ógnað? „Það er bara þannig. Þær hlupu á eftir honum. Hann stoppar ekki og veit að það eru starfsmenn á eftir sér. Stoppar samt ekki. Hendir svo exinni frá sér og er með fulla vasa,“ segir Bjarki. Bjarki segir að farið verði yfir verkferla í Húsasmiðjunni, um það hvernig skuli bregðast við í slíkum aðstæðum líkt og komu upp þegar maðurinn tók exina upp í versluninni. Skipulagður þjófnaður að færast í aukana Hann segir starfsfólk hafa verið í áfalli ekki síst vegna þess Húsasmiðjan hafi til sölu fullt af vörum sem hægt sé að beita gegn því. Hann lýsir endurteknum ránum og ránstilraunum undanfarið. „Þess vegna erum við að undirbúa auknar öryggisráðstafanir hér í versluninni í Skútuvogi. Það er bara staðan.“ Er fólk að koma inn og hnupla? „Já. En þetta virðist vera orðið miklu skipulagðara. Menn eru að koma inn og taka ákveðna hluti greinilega eins og eftir innkaupalista. Það hefur verið mikið um það að rafmagnsverkfærum hefur verið stolið, líkt og verkfærum frá Milwaukee sem eru dýr og þá hefur rafmagnstækjum eins og róbotryksugum líka verið stolið, sem sömuleiðis eru mjög dýrar. Þetta eru aðilar, oft fleiri en einn og fleiri en tveir að vinna saman.“ Er þá starfsfólk afvegaleitt á meðan annar tekur hluti og svo framvegis? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það er búið að vera býsna mikið um þetta undanfarið og við finnum fyrir því að þetta er að aukast. Við munum setja upp öryggishlið og erum að skoða á fullu betri öryggisbúnað og þjófavarnarbúnað. Það er hópur hjá okkur núna að vinna í því á fullu, af því að við verðum að bregðast við þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
„Það gengur hér inn maður með lambhúshettu. Hann fer inn og setur eitthvað í vasana. Svo tekur hann upp öxi úr versluninni og ógnar sér leið hér út,“ segir Bjarki Þór Árnason, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, í samtali við Vísi. Bjarki segir starfsfólk hafa orðið vart við meiri þjófnað undanfarið. „Starfsfólkinu er eðli málsins samkvæmt mikið brugðið, það eltir manninn út, sem það á ekki að gera enda var hann vopnaður öxi, en þau gátu með því gefið lögreglunni greinargóðar upplýsingar um manninn, sem náði að handsama hann í fyrradag. Þá var hann búinn að henda exinni frá sér en væntanlega fela það sem hann var með í vösunum því ekkert þýfi fannst á honum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn gefið þær útskýringar að þetta hafi átt að vera hluti af myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Maðurinn hafi ætlað sér að stríða vinum sínum og ekki ætlað að vera ógnandi. Segist lögreglan ekki vilja veita frekari upplýsingar vegna málsins. Sækja sér áfallahjálp „Ég get alveg sagt þér það að það eru tvær stelpur hér sem hafa óskað eftir áfallahjálp eftir þetta. Önnur hefur ekki treyst sér til að mæta í vinnuna. Hin mætti í dag og ég er að vona að hún nái að klára daginn,“ segir Bjarki. Starfsfólk upplifði að sér væri ógnað? „Það er bara þannig. Þær hlupu á eftir honum. Hann stoppar ekki og veit að það eru starfsmenn á eftir sér. Stoppar samt ekki. Hendir svo exinni frá sér og er með fulla vasa,“ segir Bjarki. Bjarki segir að farið verði yfir verkferla í Húsasmiðjunni, um það hvernig skuli bregðast við í slíkum aðstæðum líkt og komu upp þegar maðurinn tók exina upp í versluninni. Skipulagður þjófnaður að færast í aukana Hann segir starfsfólk hafa verið í áfalli ekki síst vegna þess Húsasmiðjan hafi til sölu fullt af vörum sem hægt sé að beita gegn því. Hann lýsir endurteknum ránum og ránstilraunum undanfarið. „Þess vegna erum við að undirbúa auknar öryggisráðstafanir hér í versluninni í Skútuvogi. Það er bara staðan.“ Er fólk að koma inn og hnupla? „Já. En þetta virðist vera orðið miklu skipulagðara. Menn eru að koma inn og taka ákveðna hluti greinilega eins og eftir innkaupalista. Það hefur verið mikið um það að rafmagnsverkfærum hefur verið stolið, líkt og verkfærum frá Milwaukee sem eru dýr og þá hefur rafmagnstækjum eins og róbotryksugum líka verið stolið, sem sömuleiðis eru mjög dýrar. Þetta eru aðilar, oft fleiri en einn og fleiri en tveir að vinna saman.“ Er þá starfsfólk afvegaleitt á meðan annar tekur hluti og svo framvegis? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það er búið að vera býsna mikið um þetta undanfarið og við finnum fyrir því að þetta er að aukast. Við munum setja upp öryggishlið og erum að skoða á fullu betri öryggisbúnað og þjófavarnarbúnað. Það er hópur hjá okkur núna að vinna í því á fullu, af því að við verðum að bregðast við þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira