Nýsamþykkt lög draga úr áhrifum Hæstaréttar Ísraels Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 15:09 Frá mótmælum í Ísrael í dag. AP/Ariel Schalit) Ísraelska þingið, Knesset, samþykkti í dag fyrstu breytingarnar á dómskerfi landsins sem miða að því að auka vald þings og framkvæmdavalds og draga úr valdi dómstólanna. Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag. Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í landinu gegn áformum nýrrar hægristjórnar landsins. Hundruð manna hafa verið handtekin. Í gærkvöldi og í dag, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, beitti lögregla öflugum vatnsbyssum til að dreifa mótmælendum. Eftir að fyrstu breytingarnar voru samþykktar í dag urðu mótmælendur reiðir. Leiðtogar mótmælenda segjast ekki ætla að hætta, samkvæmt frétt Times of Israel og heita því að berjast áfram gegn frumvarpinu. Samkvæmt nýju lögunum getur hæstiréttur landsins ekki lengur ógilt umdeildar ráðstafanir þingsins meðal annars á herteknu svæðunum í Palestínu. Stjórnarandstæðingar segja breytingarnar meðal annars getað dregið úr vilja fólks til að gegna herskyldu. Þúsundir varaliðshermanna hafa sagt að nái frumvarpið í gegn, muni þeir ekki bjóða sig fram til herþjónustu og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt að framganga frumvarpsins muni grafa undan öryggi landsins. Netanjahú myndaði mjög hægri sinnaða ríkisstjórn í desember í fyrra eftir langvarandi þrátefli og margar kosningar þar sem ekki náðist að mynda ríkisstjórn. Hann stendur frammi fyrir nokkrum ákærum og dómsmálum, þar sem hann er meðal annars sakaður um spillingu. Fyrsta skrefið Yariv Levin, dómsmálaráðherra Ísraels, sagði í kjölfar þess að fyrstu breytingarnar voru samþykktar að um fyrsta skrefið af mörgum væri að ræða. Hann hefur lengi sakað dómara um að taka sér of mikið vald og þá af kosnum leiðtogum Ísraels. Samkvæmt New York Times gaf hann til kynna í ræðu í dag að hann vildi ganga lengra. „Við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að sögulegum og mikilvægum árangri í endurbótum á dómstólum landsins,“ sagði Levin. Andstæðingar hans saka hann þó um að færa Ísrael nær einræði. Netanjahú ætlar að ávarpa þjóðina seinna í dag.
Ísrael Tengdar fréttir Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael. 24. júlí 2023 11:25