Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2023 13:49 Nicholas og Ólöf ásamt börnum sínum. Facebook Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. „Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins. Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins.
Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira