Slagsmál á Gothia Cup annan daginn í röð og nú voru foreldrar með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 08:00 Gothia Cup í Gautaborg á að snúast um fótbolta og gleði en er að færa heiminum alltaf mikið af leiðinlegum fréttum síðustu daga. Hér fagna ungir drengir sigri á mótinu fyrir nokkrum árum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Julia Reinhart Kalla þurfti á lögreglu annan daginn í röð eftir að slagsmál brutust út á barna- og unglingamótinu Gothia Cup í Svíþjóð. Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023 Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Fjöldi íslenskra liða tekur þátt í mótinu. Svo hefur verið undanfarin ár og er engin breyting á því í ár. Slagsmálin á miðvikudaginn brutust út í leik Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó í flokki átján ára liða en í gær gerðist þetta í leik yngri liða. Það sem var kannski alvarlegast af öllu er að sumir foreldrar voru sínu verstir og blönduðu sér í slagsmálin í stað þess að reyna að stilla til friðar. @Sportbladet Slagsmálin í gær urðu í leik á milli tveggja fimmtán ára liða. Þjálfari annars liðsins var handtekinn og dómari fékk líka hótanir í öðrum leik. Ástandið á leikjum mótsins virðist vera mjög eldfimmt og sænskir fjölmiðlar eru duglegir að flytja mjög neikvæðar fréttir af hegðun barna og fullorðinn á þessu unglingamóti sem á að snúast um leikgleði og jákvæða upplifun fyrir börnin sem koma þangað víða að úr heiminum. „Ég hef aldrei verið hluti af einhverju svona. Það voru foreldrar sem voru að hóta dómaranum og létu út úr sér orð sem ég trúði ekki að ég væri að heyra,“ sagði þjálfari við Sportbladet. Slagsmálin á miðvikudaginn voru aðallega á milli leikmanna á meðan þjálfarar og aðrir reyndur að stilla til friðar. Í gær voru lætin síst minni og þar tóku þátt leikmenn, þjálfarar, foreldrar og stuðningsmenn frá báðum liðum. Leikurinn var flautaður af og öðru liðinu dæmdur 3-0 sigur. Eftir að leikurinn var flautaður af þurfti dómari leiksins að yfirgefa svæðið í fylgd öryggisvarða. Stort slagsmål mellan två lag under 15 år i Gothia cup.Spelare, ledare, föräldrar o publik var inblandade.Ett nytt bråk bröt ut på planen och efter matchen fick domaren hjälp med att få bort arga ledare och spelare.En ledare har blivit frihetsberövad, bekräftar polisen. pic.twitter.com/HrkQJzFgRH— Sverigebilden (@Sverigebilden08) July 20, 2023
Íþróttir barna Svíþjóð Tengdar fréttir Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. 19. júlí 2023 21:31